Skip to main content

Verðbólga mælist nú 1,9% á ársgrundvelli að því er fram kemur í nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun. Verðlag hækkaði um 1,18% milli janúar- og febrúarmánaðar sem má að mestu rekja til hækkana á fatnaði og húsbúnaði í kjölfar útsöluloka auk þess sem markaðsverð húsnæðis, matvara, bensín og flugfargjöld hækka frá fyrra mánuði.

Verðbólga mælist nú 1,9% á ársgrundvelli að því er fram kemur í nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun. Verðlag hækkaði um 1,18% milli janúar- og febrúarmánaðar sem má að mestu rekja til hækkana á fatnaði og húsbúnaði í kjölfar útsöluloka auk þess sem markaðsverð húsnæðis, matvara, bensín og flugfargjöld hækka frá fyrra mánuði.


Mest áhrif til hækkunar á verðlagi í febrúarmánuði hefur verðhækkun á fötum og skóm, sem hækka um 5,5% milli mánaða og hafa 0,33% áhrif til hækkunar á verðlagi. Húsögn og ýmiss heimilisbúnaður hækka um 2,5% (0,16% vísitöluáhrif) milli mánaða og kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkar um 1,7% (vísitöluáhrif 0,2%) sem má að mestu rekja til hækkunar á markaðsverði húsnæðis. Þá hækkar verð á mat- og drykkjarvörum um 0,8% (0,13% vísitöluáhrif) frá fyrra mánuði, aðallega vegna hækkana á kjöt- og mjólkurvörum. Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkar um 15,1%( vísitöluáhrif 0,12%) frá fyrra mánuði en þessi liður vísitölunnar sveiflast iðulega mikið milli mælinga.


Verð á bensíni hækkar um 1,8% (vísitöluáhrif 0,1%) frá því í janúarmánuði en mæling vísitölunnar nú nær ekki til þeirra hækkana sem orðið hafa á bensínverði undanfarna daga og því er einnig útlit fyrir umtalsverða hækkun á þessum lið vísitölunnar í marsmánuði. Bensínverð hefur á síðustu 12 mánuðum hækkað um tæplega 10% skv. vísitölu neysluverðs og hefur haft ríflega 0,5% áhrif til hækkunar á almennu verðlagi undanfarið ár.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com