Skip to main content
AldanVMF

Viðbrögð ASÍ vegna 3.efnahagspakka stjórnvalda í kjölfar COVID-19

By April 29, 2020No Comments

Alþýðusamband Íslands fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að framlengja hlutabótaleiðina til að standa vörð um afkomu og verja störf. Mikilvægasta verkefnið nú er að tryggja afkomu launafólks sem missir vinnu að hluta eða alveg til að sporna gegn langvinnum áhrifum kreppunnar á efnahagslífið og hag heimilanna.

Alþýðusamband Íslands fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að framlengja hlutabótaleiðina til að standa vörð um afkomu og verja störf. Mikilvægasta verkefnið nú er að tryggja afkomu launafólks sem missir vinnu að hluta eða alveg til að sporna gegn langvinnum áhrifum kreppunnar á efnahagslífið og hag heimilanna. ASÍ leggur áherslu á skýr skilaboð um skilyrði fyrir stuðningi til fyrirtækja og mun taka þátt í samráði um framkvæmd þessara úrræða. Leikreglurnar þurfa að vera ótvíræðar til að ríkisstuðningur skili sér í atvinnuöryggi og traustri afkomu fólks.   
ASÍ styður aðgerðir til að tryggja réttindi starfsfólks á uppsagnarfresti. Sambandið telur jákvætt að kveða á um forgangsrétt starfsmanna sem missa vinnuna til endurráðningar og að í slíkum tilvikum eigi starfsmenn að halda áður áunnum réttindum. ASÍ áréttar að hækka verður atvinnuleysisbætur þegar í stað en grunnbætur eru umtalsvert lægri en lágmarkslaun og þak tekjutengingar er oft lágt og mánuðir þar sem þeirra réttinda nýtur við of fáir.  
ASÍ ítrekar fyrri varnaðarorð um að sett skuli skýr skilyrði fyrir opinberum stuðningi til fyrirtækja sem lúti að því að þeim beri að viðhalda störfum eftir fremsta megni, fara eftir kjarasamningum og standa skil á framlagi sínu til samfélagsins. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa bent á að stuðningur þessi muni nýtast Icelandair áréttar ASÍ að flugfreyjur hafa verið samningslausar frá ársbyrjun 2019 og að núverandi kreppu eigi ekki að nýta til að þrýsta kjörum þeirra niður.   
ASÍ hefur átt viðræður við stjórnvöld um þær aðgerðir sem kynntar voru í dag og lofað hefur verið samráði um útfærslu þeirra. Það er nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin eigi aðkomu að þeim aðgerðum sem gripið er til enda varða þær framtíð vinnandi fólks og almennings til næstu ára.  

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com