Skip to main content
Stéttarfélag.is

Vinnumansal er veruleiki á Íslandi

By February 9, 2024No Comments
Vinnumansal Cover

Nýlega kom út stutt fræðslumynd á fimm tungumálum um helstu einkenni vinnumansals. Verkefnið var unnið á síðasta ári, í ljósi þess að slík mál gera í auknum mæli vart við sig í íslensku samfélagi og ástæða þótti til þess að gera betur grein fyrir þeim. Myndin er um þriggja mínútna löng hreyfimynd og er unnin á Íslandi, en myndskreytirinn Elías Rúni teiknaði myndirnar við handrit sem unnið var af samstarfshópi þeirra sem komu að verkinu.

Hér má nálgast fræðslumyndina, talsetta og textaða á 5 tungumálum (íslensku, ensku, pólsku, spænsku og úkraínsku).

Myndbandið er samstarfsverkefni Vörðu-Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, Félagsmálaskóla alþýðu, Jafnréttisstofu, Kvennaathvarfs, Vinnueftirlitsins, Rauða Krossins á Íslandi og Neyðarlínu – 112. Verkefnið hlaut stuðning frá Dómsmálaráðuneyti og Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com