Skip to main content
AldanVMF

3,2% atvinnuleysi í júlí

By August 27, 2015No Comments

Atvinnuleysi mældist 3,2% í júlí samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Ásamt hefðbundinni árstíðarsveiflu á vinnumarkaði eru umsvif einnig að aukast í flestum atvinnugreinum, auk þess sem lítið lát er á fjölgun ferðamanna. Á tímabilinu maí-júlí hefur atvinnulausum fækkað um 1300 einstaklinga að meðaltali milli ára og starfandi einstaklingum fjölgað um hátt í fimm þúsund.

Atvinnuleysi mældist 3,2% í júlí samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Ásamt hefðbundinni árstíðarsveiflu á vinnumarkaði eru umsvif einnig að aukast í flestum atvinnugreinum, auk þess sem lítið lát er á fjölgun ferðamanna. Á tímabilinu maí-júlí hefur atvinnulausum fækkað um 1300 einstaklinga að meðaltali milli ára og starfandi einstaklingum fjölgað um hátt í fimm þúsund. Atvinnuþátttaka hefur þannig aukist jafnt og þétt undanfarin ár og ekki verið hærri yfir sumartímann frá árinu 2008. Einnig mælast vinnustundir nú fleiri, en samkvæmt Hagstofunni hefur vinnuvikan lengst um rúma klukkustund frá síðasta ári.

             

Heimild: Hagstofa Íslands, útreikningar ASÍ.

Atvinnuleysi samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar, sem miðast við rétt til atvinnuleysisbóta, var 2,6% í júlí. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum milli ára en sjá má áhrif ferðaþjónustunnar á fækkun atvinnulausra í verslun, gistingu, veitingum og samgöngum.

Núverandi aðstæður á vinnumarkaði eru þannig til marks um vaxandi vinnuaflseftirspurn sem skýrist af vaxandi umsvifum í hagkerfinu. Töluverð fjölgun hefur orðið á auglýstum störfum hjá Vinnumálastofnun. Mikill meirihluti  auglýstra starfa er á höfuðborgarsvæðinu en mest hefur eftirspurn aukist eftir iðnaðarmönnum og ósérhæfðu starfsfólki.

Líklegt er að framhald verði á þessari þróun, þar sem útlit er fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna, aukin umsvif í mannvirkjagerð auk framkvæmda við stór fjárfestingaverkefni. Þær aðstæður kynnu þannig að skapast að nýju að skortur verði á vinnuafli í ákveðnum atvinnugreinum.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com