Skip to main content
Aldan

5. þingi SGS lokið

By October 15, 2015No Comments

Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS) er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt, sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014, auk þess sem þingið samþykkti breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins.

Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS) er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt, sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014, auk þess sem þingið samþykkti breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins.

Þá sá þingið ástæðu til þess að samþykkja tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsingu við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi og hins vegar yfirlýsingu vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála.

Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Framkvæmdastjórn sambandsins tók nokkrum breytingum en í nýkjörinni stjórn sitja: Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Sigurður A. Guðmundsson (Vlf. Snæfellinga) og Ragnar Ólason (Efling stéttarfélag).

Varamenn eru: Anna Júlíusdóttir (Eining-Iðja), Þórarinn Sverrisson (Aldan stéttarfélag), Guðrún Elín Pálsdóttir (Verkalýðsfélag Suðurlands), Vilhjálmur Birgisson (Vlf. Akraness) og Linda Baldursdóttir (Vlf. Hlíf).

Yfirlýsingar þingsins:
Stuðningsyfirlýsing við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi (PDF)
Yfirlýsing vegna þeirra vinnubragða við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála (PDF)

Ályktanir þingsins:
Ályktun um húsnæðismál (PDF)
Ályktun um atvinnumál (PDF)
Ályktun um kjaramál (PDF)


                                            Nýkjörin framkvæmdastjórn SGS.
Frá vinstri: Aðalsteinn Á. Baldursson, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Halldóra Sveinsdóttir, Ragnar Ólason, Björn Snæbjörnsson, Kolbeinn Gunnarsson og Sigurður A. Guðmundsson. Með þeim á myndinni er Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.

 

 
 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com