Skip to main content
Stéttarfélag.is

60% verðmunur á nautalund

By March 31, 2023No Comments
Karfa
Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. Verð í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði og verð í Krónunni 8%. Fjarðarkaup var 13% frá lægsta verði, Nettó 15% og Kjörbúðin og Hagkaup 22%. Heimkaup var með hæsta meðalverð sem var að meðaltali 36% hærra en lægsta verð en verð í Iceland var 35% frá lægsta verði. Yfir 40% munur var á hæsta og lægsta verði á helmingi varanna í könnuninni eða á 73 vörum af 142. Þar af var yfir 60% verðmunur á 47 vörum. Sem dæmi má nefna 101% verðmun á kílóverði af ódýrasta samlokubrauði sem fékkst í verslununum, 60% verðmun á frosinni nautalund, 48% verðmun á kjúklingastrimlum og 166% verðmun á lægsta kílóverði af rauðkáli.

 

Meðalverð í Fjarðarkaup og Nettó á svipuðum slóðum
Bónus var með lægsta meðalverðið sem var 4% frá lægsta verði. Lægsta verð á hverri vöru tekur gildið 0 sem þýðir að ef ein verslun hefði verið með lægsta verð á öllum vörum hefði hún fengið gildið 0. Krónan var 8% frá lægsta verði, Fjarðarkaup 13% og Nettó 15%. Heimkaup var lengst frá lægsta verði, að meðaltali 37% og Iceland 35%. Meðalverð varpar betra ljósi á verðlag á vörum í könnuninni í öllum verslunum en talning á fjölda tilfella þar sem verslanir eru með hæsta og lægsta verð. Fjöldi tilfella segir lítið til um verðlag í þeim verslunum sem eru hvorki oft með hátt né lágt verð.

 

Bónus var oftast með lægsta verðið, í 78 tilvikum, Fjarðarkaup næst oftast, í 33 tilvikum og Krónan í 22 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið, í 53 tilvikum, Heimkaup í 44 tilvikum og Hagkaup í 28 tilvikum. Af þeim vörum sem voru til skoðunar í könnuninni átti Fjarðarkaup flestar, 139 af 140 en Hagkaup fæstar, 100.

 

126% munur á kílóverði af kleinum og 265% munur á lítraverði af fljótandi þvottaefni
Oft var mikill munur á hæsta og lægsta verði á kjöt- og fiskvöru. Þannig var 60% munur á hæsta og lægsta kílóverði af frosinni nautalund. Lægst var verðið í Nettó, 4.999 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 7.998 kr. Þá var 67% verðmunur á frosinni kalkúnabringu en lægsta kílóverðið var að finna í Fjarðarkaup, 2.869 kr. en það hæsta í Nettó og Iceland, 4.799 kr. Mikill munur var á fleiri vörum þar sem lægsta kílóverð var skoðað en sem dæmi var 126% munur á kílóverði á kleinum sem var lægst í Iceland, 1.373 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 3.102 kr. Þá var 72% verðmunur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum croissant. Lægst var verðið í Bónus, 1.269 kr. en hæst í Fjarðarkaup, 2.179 kr.

Þá var 166% munur á lægsta kílóverði á rauðkáli í krukku eða dós, 206% verðmunur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnu mangói, 117% munur á kílóverði af haframjöli og 265% munur á lítraverði af fljótandi þvottaefni frá Neutral. Í töflunni má skoða öll verð en með því að ýta á nafnið á vörunni raðast verslanirnar eftir hæsta og lægsta verði.

 

Einnig var mikill verðmunur á vörum af sömu stærð og frá sama vörumerki og var til að mynda 48% munur á hæsta og lægsta verði á Hellmanns majonesi sem kostaði minnst, 399 kr. í Fjarðarkaup og mest í Hagkaup, 589 kr. Þá má nefna 70% eða 724 kr. verðmun á Gretti osti Goðadala sem kostaði minnst, 1.035 kr. í Fjarðarkaup en mest, 1.759 kr. í Iceland. Þá var 50% munur á hæsta og lægsta verði á Úrvals flatkökum, 49% verðmunur á kanilsnúðum frá Kexsmiðjunni, 57% verðmunur á Capri sun djús, 77% munur á karamellu Nóa kroppi, 96% verðmunur á Stjörnu osta poppi, 42% munur á Lavazza kaffihylkjum og 78% verðmunur á Nivea kremi svo dæmi séu tekin.

Um könnunina
Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði.

Í könnuninni var hilluverð á 140 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Smáratorgi, Krónunni Lindum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Smáralind, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com