Skip to main content
AldanStéttarfélag.isVMF

8,8% verðbólga í júní

By July 1, 2022July 4th, 2022No Comments
Vaxtabaetur
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% í júní. Verðbólga mælist nú 8,8% og hækkar um 1,2 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst hærri frá október 2009. Um helmingur undirliða verðbólgunnar hækkaði milli mánaða. Síðustu tólf mánuði hækkuðu um 70% undirliða umfram verðbólgumarkmið (2,5%).Af hækkun verðbólgu eru það húsnæðisliður og bensín sem skýra stærsta hlut. Bensín og olía hækkuðu um 10% milli mánaða, á ársgrundvelli er hækkunin 44%. Af hækkun verðbólgunnar milli mánaða skýrir bensín og olía umtalsverðan hluta hækkunarinnar.

Um þessar mundir vegur húsnæðiskostnaður einna þyngst í hækkun verðlags. Húsnæðiskostnaður vegur í heild um þriðjung í útgjöldum heimila, þar af um 16% vegna kostnaðar við eigið húsnæði og er því mikill áhrifaþáttur í verðlagsþróun.

Verðbólga án húsnæðisliðar mælist nú 6,5% og er því 2,3 prósentustigum hærri en verðbólga með húsnæðisliðnum. Þessi munur hefur hækkað jafnt og þétt frá árslokum 2021.

Erfiðara að safna fyrir innborgun

Í ár hefur húsnæðisverð hækkað um 1,5-3,2% mánaðarlega. Um land allt er húsnæðisverð nú 23% hærra en það var fyrir 12 mánuðum. Frá ársbyrjun 2021 hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert meira en laun. Nú er því mun erfiðara að safna sér fyrir innborgun samanborið við stöðuna fyrir einu og hálfu ári.

Umsvif á fasteignamarkaði jukust töluvert árið 2020. Lágir húsnæðisvextir ásamt auknum sparnaði heimilanna ýttu undir húsnæðiskaup heimila og gerðu fyrstu kaupendum auðveldara að koma á fasteignamarkaðinn. Eftirspurn jókst töluvert án þess að framboð ykist í sama mæli. Á síðustu mánuðum hafa umsvið minnkað en eru enn á svipuðu róli og á árunum 2015-19.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com