Skip to main content

1,6% landsmanna eru hlynnt kröfum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) um að hækka lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði í 300.000 krónur á mánuði miðað við fullt starf, innan þriggja ára. Aðeins 4,2% eru andvíg kröfunni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Gallup.

91,6% landsmanna eru hlynnt kröfum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) um að hækka lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði í 300.000 krónur á mánuði miðað við fullt starf, innan þriggja ára. Aðeins 4,2% eru andvíg kröfunni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Gallup.

Fólk var einnig spurt að því hver lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði ættu að vera miðað við fullt starf og er niðurstaðan 329 þúsund krónur að meðaltali. Kröfur SGS, sem hyggst hrinda af stað fyrstu verkfallsaðgerðum sínum á morgun fimmtudag, ef ekki semst áður, virðast njóta breiðs og víðtæks stuðnings í samfélaginu. Athygli vekur að stuðningur við kröfurnar er örlítið meiri hjá konum en körlum og sömuleiðis nefna konur hærri tölu að meðaltali þegar spurt er hver lágmarkslaun ættu að vera. Enginn marktækur munur er hins vegar á svörum fólks eftir því hvort það býr á landsbyggðinni eða í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Sömuleiðis er ekki marktækur munur milli tekjuhópa þegar stuðningur við 300 þúsund króna kröfuna er skoðaður.

Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS: „Þessar niðurstöður staðfesta þann meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu. Það er kominn tími til þess að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu og almenningur tekur undir með okkur í þeirri sjálfsögðu kröfu. Það er ánægjulegt að fá staðfestingu á því að við séum á réttri leið og svona afgerandi stuðningur gefur okkur byr undir báða vængi í þeim átökum sem framundan eru. Samtök atvinnulífsins verða að hlýða á kröfur okkar og samfélagsins alls. Það er í þeirra valdi að afstýra erfiðum og langdregnum átökum.“

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com