Launafólk og neytendur eru sitthvor hliðin á sama peningnum og kjarabætur felast ekki einungis í launahækkunum heldur í auknum kaupmætti launa sem virkt samkeppniseftirlit og neytendavernd stuðla að. Það skýtur því skökku við að fyrirtæki séu höfð með í ráðum við mótun tillagna sem varða almannahag en launafólk sé víðs fjarri. Nauðsynlegt og eðlilegt er að fulltrúi launafólks eða neytenda eigi sæti í starfshópi sem þessum til að tryggja að sjónarmið neytenda og launafólks verði höfð að leiðarljósi.