Skip to main content
Aldan

Ríkissamningurinn samþykktur

By April 25, 2014No Comments

Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands við launanefnd ríkisins. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða.

Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands við launanefnd ríkisins.
Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða. 
Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og félagar greiddu
atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða en kjörsókn var 30%.
 
Á kjörskrá: 944
Talin atkvæði: 281
Kjörsókn: 29,8%
 
Já sögðu: 201
Nei sögðu: 75
Auðir og ógildir seðlar voru: 5
 
Samkomulagið telst því samþykkt með 71,5% greiddra atkvæða.

Í samkomulaginu felst launahækkun um að lágmarki 8.000 krónur fyrir fullt starf á mánuði.
Greidd verður eingreiðsla við samþykkt samningsins upp á 14.600 krónur og í apríl 2015 greiðist önnur eingreiðsla að upphæð 20.000 krónur miðað við fullt starf.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eftir 4 mánuði eru 214.000 krónur.

Desemberuppbót verður 73.600 krónur á árinu 2014 og
orlofsuppbót verður 39.500 krónur.

Önnur atriði samningsins má kynna sér hér.

Samkomulagið má lesa hér og kjarasamning SGS og ríkisins hér.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com