Skip to main content
Aldan

Fundur um loftslagsmál í sjónvarpi ASÍ

By May 16, 2014No Comments

Umhverfisnefnd ASÍ efndi þann 14. maí til fræðslu- og umræðufundar þar sem rætt var um
loftlagsbreytingar af mannavöldum og neikvæðar afleiðingar þeirra fyrir komandi kynslóðir. Þrjú afar áhugaverð erindi voru flutt á fundinum en þau má nú horfa á í sjónvarpi ASÍ.

Eitt af mikilvægustu málefnum dagsins í dag eru loftlagsbreytingar af mannavöldum og neikvæðar afleiðingar þeirra fyrir komandi kynslóðir. Umhverfisbreytingar hafa víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf framtíðarinnar og lífskjör almennings. Umhverfisnefnd ASÍ efndi þann 14. maí til fræðslu- og umræðufundar um leiðir til að sporna við þessari uggvænlegu þróun og um leið að horfa til framtíðar. Á fundinum voru haldin þrjú afar áhugaverð erindi sem nú má sjá í sjónvarpi ASÍ með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

 

Stóra myndin – umhverfisleg sjálfbærni, fyrirtæki og starfsmenn
Lára Jóhannsdóttir, nýdoktor í viðskiptafræðideild HÍ og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Búnaðarbanka Íslands

Er siðlaust að menga? Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar á 21. öldinni
 Þórunn Sveinbjarnardóttir, MA í hagnýtri siðfræði og fyrrverandi umhverfisráðherra

Umhverfis- og samfélagsábyrgð fyrirtækja
 Finnur Sveinsson, varaformaður Festu og sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com