Sameiginlegt þriggja daga námskeið fyrir trúnaðarmenn Öldunnar og stéttarfélagsins Samstöðu var haldið í Blönduvirkjun í síðustu viku.
Í síðustu viku var haldið sameiginlegt þriggja daga námskeið fyrir trúnaðarmenn Öldunnar stéttarfélags og stéttarfélagsins Samstöðu, í Blöndustöð.
Fimm trúnaðarmenn fóru að þessu sinni frá Öldunni stéttarfélagi en þau voru:
Erla Björg Erlingsdóttir (Heilbrigðisstofnunin), Erla Björk Helgadóttir (FISK),
Íris Ósk Jóhannsdóttir (Sambýlið Fellstúni), Sævar Már Þorbergsson (Vörumiðlun) og Jón Garðarsson (Sjávarleður / Loðskinn).
Einnig sátu námskeiðið Hjördís Gunnarsdóttir, varaformaður félagsins og
Hrefna G. Björnsdóttir, starfsmaður félagsins.
Félagsmálaskóli alþýðu skipuleggur námsefnið og var farið yfir tryggingar og kjarasamninga, vinnueftirlit/vinnuvernd, VIRK starfsendurhæfingarsjóð og stiklað var á stóru í vinnurétti.
Trúnaðarmenn tóku virkan þátt og spannst oft mikil umræða í kringum umfjöllunarefnið. Einnig voru nokkur hópaverkefni unnin og voru þau leyst með miklum sóma.
Námskeið þetta heppnaðist með eindæmum vel og ber að þakka trúnaðarmönnum, kennurum og ekki síst staðarhöldurum fyrir frábæra daga.