Skip to main content

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hélt útvíkkaðan fund á Hótel Heklu til að fara yfir kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga.Niðurstaða fundarins var að semja bæri til skamms tíma vegna óvissu í efnahagsmálum en þó er ljóst að staða margra hópa innan SGS er sterk til að sækja bætt kjör.

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hélt útvíkkaðan fund á Hótel Heklu til að fara yfir kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Sextán félög hafa veitt Starfsgreinasambandinu umboð til samninga á hinum almenna markaði og kröfugerðir hafa borist frá flestum félögum.


Töluverð óvissa er um hvernig framhald viðræðna verður enda liggur ekki fyrir endanleg viðræðuáætlun við Samtök Atvinnulífsins auk þess sem óvíst er hvernig ákvarðanir ríkisstjórnarinnar munu hafa áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna.


Niðurstaða fundarins var að semja bæri til skamms tíma vegna óvissu í efnahagsmálum en þó er ljóst að staða margra hópa innan SGS er sterk til að sækja bætt kjör. Í því sambandi bera helst að nefnda fiskvinnsluna, aðrar útflutningsgreinar auk ferðaþjónustunnar. Þá er skýr krafa um hækkun lægstu launa og að aukið nám skili sér í hækkun launa.


Til að bæta kjör launafólks þarf ríkisvaldið að koma að samningunum og er efsta krafa á blaði hækkun persónuafsláttar. Þá er brýnt að koma á betra húsnæðis- og leigukerfi á félagslegum grunni.


Skýr vilji var meðal þessara 16 aðildarfélaga að ganga sameinuð til kjarasamninga og var ákveðin verkaskiptingu innan sambandsins í komandi viðræðum. Björn Snæbjörnsson var kjörinn formaður samninganefndar og talsmaður hennar.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com