Starfsmannafélag Skagafjarðar hefur frá og með 1. desember sagt upp þjónustusamningi við Ölduna stéttarfélag og mun núgildandi þjónustusamningur renna út þann 28.febrúar 2014. Starfsmannafélag Skagafjarðar kannar nú möguleika á sameiningu við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, sem staðsett er á Akureyri.
Starfsmannafélag Skagafjarðar hefur frá og með 1. desember sagt upp þjónustusamningi við Ölduna stéttarfélag og mun núgildandi þjónustusamningur renna út þann 28.febrúar 2014.
Starfsmannafélag Skagafjarðar kannar nú möguleika á sameiningu við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, sem staðsett er á Akureyri.
Formaður SFS, Árna Egilsson, hefur farið þess á leit að gerður verði nýr þjónustusamningur milli Öldunnar og Kjalar en á þessari stundu er óljóst hvað sá samningur mun fela í sér. Víst er að þjónusta skrifstofu stéttarfélaganna við félagsmenn SFS mun minnka töluvert vegna þessa og einnig mun samstarf félaganna taka breytingum frá því sem nú er.