Atvinnuleysi mældist 6,7% í síðasta mánuði samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi eykst þannig milli mánaða. Sú aukning skýrist þó af miklu leyti af árstíðarbundinni hreyfingu inn á vinnumarkað en yfir sumarmánuði fjölgar tímabundið á vinnumarkaði þegar námsmenn leita atvinnu.
Atvinnuleysi mældist 6,7% í síðasta mánuði samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi eykst þannig milli mánaða. Sú aukning skýrist þó af miklu leyti af árstíðarbundinni hreyfingu inn á vinnumarkað en yfir sumarmánuði fjölgar tímabundið á vinnumarkaði þegar námsmenn leita atvinnu. Aðstæður á vinnumarkaði fara hinsvegar batnandi sé horft til maí á síðasta ári. Starfandi fólki fjölgar um tæplega fjögur þúsund milli ára, atvinnulausum fækkar og unnum vinnustundum fer fjölgandi. Þessi þróun sést ef bornir eru fyrstu fimm mánuðir ársins 2015 saman við sama tímabil í fyrra.
Sé litið á skráningu Vinnumálastofnunnar á atvinnuleysi má sjá að atvinnulausum fækkar í öllum landshlutum og öllum atvinnugreinum milli ára en þó áberandi mikið í greinum sem tengjast ferðaþjónustu. Þróun á vinnumarkaði er um þessar mundir í takt við væntingar. Vaxandi eftirspurn í hagkerfinu eykur eftirspurn eftir vinnuafli og má vænta að framhald verði þar á.