Gæsahúð í Hörpunni
Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) þann 12. mars sl. framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla, auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) á göngum Hörpunnar í Reykjavík.
Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars sl. framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins,
kvennakórarnir Hrynjandi og Katla, auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) á
göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt. Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness.