Skip to main content
Aldan

Á dagskrá að berjast gegn kynferðislegri áreitni

By June 10, 2015No Comments

Ráðstefnu stéttarfélaganna á Norðurlöndum sem starfa fyrir fólk í ferðaþjónustu er nýlokið en í aðdraganda ráðstefnunnar voru unnar rannsóknir í flestum landanna þar sem rannsóknir voru ekki til áður. Skemmst er frá því að segja að kynferðisleg áreitni gagnvart fólki sem starfar í þjónustugreinum er víðtæk og voru niðurstöðurnar sláandi.

Ráðstefnu stéttarfélaganna á Norðurlöndum sem starfa fyrir fólk í ferðaþjónustu er nýlokið en í aðdraganda
ráðstefnunnar voru unnar rannsóknir í flestum landanna þar sem rannsóknir voru ekki til áður. Skemmst er frá því að segja að kynferðisleg áreitni gagnvart fólki sem starfar í þjónustugreinum er víðtæk og voru niðurstöðurnar sláandi.

Ungu fólki og þá einkum og sér í lagi ungum konum er hætt við að verða fyrir áreitni og skýrt samband var á milli áreitni og ótryggrar stöðu á vinnumarkaði. Þannig er fólk sem er tímabundið ráðið eða í gegnum starfsmannaleigur, í veikri stöðu til að sækja rétt sinn þegar á því er brotið. Starfsfólk lætur sjaldan vita af brotum gegn því þó það ógni öryggistilfinningu þeirra, er ekki  nógu meðvitað um réttindi sín og veit ekki hvert það á að snúa sér.

Á ráðstefnunni var mikið fjallað um ábyrgð aðila vinnumarkaðarins, hvernig mennta megi trúnaðarmenn og starfsfólk stéttarfélaga og gera atvinnurekendum grein fyrir ábyrgð sinni. Þá er mikilvægt að lög og reglugerðir gefi skýr skilaboð. Í upphafi ráðstefnunnar flutti Eygló Harðardóttir ráðherra ávarp og tilkynnti að reglugerð gegn kynferðislegri áreitni væri tilbúin í ráðuneytinu og biði lagabreytinga svo hún gæti öðlast gildi.

Ráðstefnan er upphafið að auknu samstarfi norrænu stéttarfélaganna á þessu sviði og á vinnufundi eftir ráðstefnuna var ákveðið að taka saman rannsóknirnar sem voru kynntar til að veita yfirsýn yfir vandann á Norðurlöndunum. Rannsóknirnar verða svo grundvöllur áframhaldandi starfs gagnvart atvinnurekendum, vinnueftirlitinu og stjórnmálunum.

Umfjöllun í íslenskum miðlum um ráðstefnuna og rannsóknina:

http://www.visir.is/onnur-hver-kona-kynferdislega-areitt-vid-vinnu/article/2015706099970

http://www.ruv.is/frett/starfsfolkid-er-ekki-a-matsedlinum

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/08/vidskiptavinir_oftast_gerendur/

http://www.frettatiminn.is/onnur-hver-kona-thjonustustorfum-areitt-kynferdislega/

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com