Skip to main content

Verslunarmannafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega þeirri aðför að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sem að fyrirhuguð er samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarninnar fyrir árið 2011. Í ár var stofnuninni gert að skera niður um 11% og árið 2011 er niðurskurðurinn boðaður yfir 30%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi í Verslunarmannafélaginu.


Verslunarmannafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega þeirri aðför að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sem að fyrirhuguð er samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarninnar fyrir árið 2011.  Í ár var stofnuninni gert að skera niður um 11% og árið 2011 er niðurskurðurinn boðaður yfir 30%. 

Það er algjörlega ólíðandi að ráðast svona á grunnstoðir þjónustunnar í héraðinu og sýnir í raun virðingarleysi heilbrigðisyfirvalda í garð íbúa  héraðsins.  Ljóst er að fyrirhugaðar aðgerðir hafa mikil áhrif á búsetuskilyrði í héraðinu, leiða til uppsagna og jafnvel íbúafækkunar. Þá er ótalinn sá öryggisþáttur sem að aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð er. Það má því segja að  verið sé að leggja á nýjan landsbyggðarskatt með þessum tillögum þar sem að kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu er velt yfir á íbúa héraðsins.  

Verslunarmannafélag Skagafjarðar krefst þess að Ríkisstjórn Íslands endurskoði boðaðann niðurskurð í rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.



Verslunarmannafélag Skagafjarðar beinir því til þingmanna kjördæmisins að þeir beiti sér fyrir endurskoðun á fjárheimildum til stofnunarinnar.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com