Minnum á að kjörfundur hefst þriðjudaginn 4. mars kl. 8 og honum lýkur kl. 20 fimmtudaginn 6. mars. Mikilvægt er að félagsmenn taki afstöðu til samningsins og mæti á skrifstofu félagsins til að greiða um hann atkvæði.
Minnum á að kjörfundur hefst þriðjudaginn 4. mars kl. 8 og honum lýkur kl. 20 fimmtudaginn 6. mars.
Mikilvægt er að félagsmenn taki afstöðu til samningsins og greiði um hann atkvæði.
Hvernig greiði ég atkvæði ?
Atkvæðagreiðsla mun fara fram á skrifstofu félagsins í Borgarmýri 1 á Sauðárkróki. Félagsmenn mæta því á skrifstofu félagsins milli kl. 8 og 20 einhvern þeirra þriggja daga sem kjörfundur er opinn og fá afhentan atkvæðaseðil sem þeir fylla út.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa tök á að greiða atkvæði á kjörfundi geta haft samband við kjörstjórn sem staðsett er á skrifstofu félagsins og óskað eftir að fá að greiða utan kjörfundar.