Og hvað getum við gert í því ?
Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin efna til morgunverðarfundar um verðlag á matvöru á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 08:30 og verður léttur morgunmatur í boði frá kl. 8. Fundarstaður: Gullfoss, 2. hæð Fosshóteli, Þórunnartúni 1, Reykjavík.
Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin efna til morgunverðarfundar um verðlag á matvöru á Íslandi.
Staður: Gullfoss, 2. hæð Fosshóteli, Þórunnartúni 1, Reykjavík
Stund: 14. mars kl. 08:30-10:30.
Léttur morgunverður í boði frá kl. 8.
Frummælendur:
08:30 Inngangur
Henný Hinz, aðalhagfræðingur Alþýðusambands Íslands
08:40 Tækifæri í rekstri dagvöruverslana
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
08: 55 Kostnaður neytenda af innflutningshöftum
Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði
09:10 Ytri áhrifaþættir á verðmyndun
Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
09:25 Vítahringur verðhækkana á veitingum
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea
09:40 Hvernig getum við bætt hag neytenda?
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
09:55-10:25 – Pallborðsumræður
Í pallborði verða:
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Aðgangur er ókeypis en við biðjum fólk um að skrá sig hér.