Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (þ.m.t. Öldunnar) hefur samþykkt að halda viðræðum áfram við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning og verður viðræðum haldið áfram í vikunni.
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (þ.m.t. Öldunnar) hefur samþykkt að halda viðræðum áfram við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning og verður viðræðum haldið áfram í vikunni.
Aðilar hafa fundað nánast daglega undanfarnar vikur, auk þess sem vinna starfshópa um einstök málefni hefur verið í fullum gangi. Viðræðurnar hafa gengið þokkalega en staðan er viðkvæm og margt er enn óleyst.
Þolinmæði Starfsgreinasambandsins í þessum kjaraviðræðum er ekki endalaus og það er ljóst að næsta vika getur ráðið úrslitum upp á framhaldið.
Nánari upplýsingar: Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, í síma 897 8888.