Skip to main content
AldanVMF

Allt að 117% verðmunur á umfelgun

By April 13, 2018No Comments

Allt að 117% eða 8.050 kr. munur var á umfelgun fyrir bíla með dekkjastærðina 265/60R18 (stórir jeppar með 18‘‘ dekk) í verðkönnun á umfelgun sem Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 10. apríl síðastliðinn.

Allt að 117% eða 8.050 kr. munur var á umfelgun fyrir bíla með dekkjastærðina 265/60R18 (stórir jeppar með 18‘‘ dekk) í verðkönnun á umfelgun sem Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 10. apríl síðastliðinn.

Könnunin var framkvæmd á 30 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið og var Bifreiðaverkstæðið Stormur á Patreksfirði oftast með lægsta verðið eða í 9 tilvikum af 10 en Klettur var oftast með það hæsta eða í 5 tilvikum af 10. Fyrirtækin Sólning, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan, Toyota Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar- Selfossi og Höldur á Akureyri neituðu öll að upplýsa fulltrúa Verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þeir selja neytendum.

Mestur verðmunur á umfelgun á stærri bílum
Í könnuninni var verð skoðað á skiptingu á dekkjum, umfelgun og jafnvægisstillingu á ákveðnum dekkjastærðum fyrir nokkrar tegundir bíla. Mestur verðmunur var á bílunum með stærstu dekkin en verðmunurinn fór minnkandi eftir því sem dekkin urðu minni. Þannig var 117% munur á umfelgun á stórum jeppum með 18‘‘ stálfelgur, lægsta verðið hjá Nicolai bílaverkstæði, 6.900 kr. en það hæsta hjá Kletti, 14.950 krónur. Verðmunurinn er minni, 82% eða 5.096 kr. á umfelgun fyrir jepplinga með 16‘‘ dekk, lægsta verðið mátti finna hjá Stormi á Patreksfirði, 6.200 kr. en það hæsta á Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar, 11.296 kr. Verðmunurinn er síðan kominn í 51%-54% fyrir minni bíla. 

Costco býður einnig upp á hjólbarðaþjónustu og var þar af leiðandi með í könnunni en þar sem að þeirra verð á umfelgun fæst einungis með því að kaupa dekk er það ekki að fullu sambærilegt verði fyrir umfelgun hjá öðrum fyrirtækjum. Verð fyrir umfelgun hjá Costco er 4.400 fyrir allar stærðir af dekkjum að því gefnu að þú kaupir að lágmarki 2 dekk.

Nánari niðurstöður má finna hér í töflu.

 

Margir neita þátttöku
Enn og aftur vekur það athygli í könnun sem þessari hversu margir þjónustuaðilar vilja ekki að verð þeirra séu birt. Það er réttur neytenda að fá upplýsingar um verð á þjónustu og vöru og grundvöllur heilbrigðrar samkeppni á markaði. Sjö fyrirtæki neituðu þátttöku að þessu sinni en það eru Sólning, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan, Toyota Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar- Selfossi og Höldur á Akureyri. Þetta er miður enda er tilgangurinn með verðkönnunum eins og þessari að safna saman upplýsingum um verð og gera þær aðgengilegar almenningi.

Verðlagseftirlitið vill taka fram að fulltrúum þess var vel tekið hjá flestum þjónustuaðilum.

Um verðkönnun:
Kannað var verð á þjónustu við dekkjaskiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á álfelgum og stálfelgum af stærðum 14“,15“, 16“ og 18´´ á 30 hjólbarðaverkstæðum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Ísafirði, Patreksfirði, Akureyri og Borgarnesi. Verðin í könnuninni eru án afsláttar en verkstæðin bjóða upp á margskonar afsætti t.d. fyrir félagsmenn FÍB, eldri borgara og staðgreiðsluafslátt, viðskiptavinir eru því hvattir til að spyrja um afslátt.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com