Skip to main content
AldanVMF

Allt að 44% verðmunur á páskaeggjum

By April 10, 2017No Comments

Mesta úrval páskaeggja var í Iceland og í Fjarðarkaupum en lægsta verðið var oftast í Bónus þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á páskaeggjum síðastliðinn fimmtudag. Hæsta verðið var oftast í Hagkaupum en hlutfallslegur munur á hæsta og lægsta verði var á bilinu 4-44% eða um 20% að meðaltali.

Mesta úrval páskaeggja var í Iceland og í Fjarðarkaupum en lægsta verðið var oftast í Bónus þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á páskaeggjum síðastliðinn fimmtudag. Hæsta verðið var oftast í Hagkaupum en hlutfallslegur munur á hæsta og lægsta verði var á bilinu 4-44% eða um 20% að meðaltali.
Lægsta verðið í könnuninni var oftast í Bónus og hæsta verðið oftast í Hagkaup. Verðmunurinn var mjög misjafn eftir tegund páskaeggja og verðmunurinn milli hæsta og lægsta var á bilinu 4-44%. Minnstur var verðmunurinn á Risapáskaeggi frá Nóa Síríus sem var ódýrast á 5.298 kr. í Fjarðarkaupum og dýrast 5.499 kr. í Iceland. Mesti verðmunurinn var hins vegar á Freyju Ævintýraeggi með smartís sem var ódýrast i Iceland á 2.499 kr. en dýrast á 3.599 kr. í Hagkaupum, sem gerir hlutfallslegan verðmun 44%. Mikill munur var einnig á Góu Páskaeggi nr. 3 sem var ódýrast á 598 kr. í Bónus og dýrast á 859 kr. í Hagkaupum, sem sömuleiðis er 44% verðmunur.

Samanburð á verði páskaeggja má sjá í skjali á heimasíðu ASÍ.

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á páskaeggjum frá Nóa Síríus, Freyju og Góu þann 6. apríl og voru skoðaðar 38 tegundir páskaeggja. Mesta úrvalið var hjá Iceland og hjá Fjarðarkaup, en þar fengust 37 af 38 tegundum en minnst var úrvalið í Víði sem skýrist af því að verslunin lagði áherslu á eigin páskaegg í ár og þegar verðkönnunin var gerð voru einungis Góu páskaegg fáanleg.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum; Bónus Borgarnesi , Krónunni Lindum, Nettó Fiskislóð, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Víði Skeifunni, og Hagkaupum Skeifunni.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com