Frumvarpið ber öll þess merki að horft sé til breskrar nýfrjálshyggju. Skipuleg aðför nýfrjálshyggjunnar að velferðarkerfum Breta og niðurbrot á skipulagðri verkalýðshreyfingu á síðustu áratugum veldur því að margir óttast að orkukreppa og kaupmáttarhrun muni kalla raunverulegar hörmungar yfir þjóðina á næstu misserum.
Betur færi að þingmenn axli þá ábyrgð sem starfi þeirra fylgir og leitist við að létta byrðar almennings í ríkjandi afkomukreppu. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hvetur því þingflokk sjálfstæðismanna til að beina kröftum sínum að uppbyggilegri verkefnum í stað þess að fylkja sér undir gunnfána lúinna baráttumála.