Skip to main content
AldanVMF

Ályktun miðstjórnar – ASÍ mun aldrei fallast á einkavæðingu heilsugæslunnar

By March 3, 2016No Comments

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sendi frá sér ályktun í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra kynnti áform um róttækar breytingar á rekstri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Alþýðusambandið mun aldrei fallast á einkavæðingu heilsugæslunnar

Heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform um róttækar breytingar á rekstri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Breytingarnar eru tvíþættar, annars vegar breytt fyrirkomulag fjármögnunar heilsugæslunnar og hins vegar áform um að fjölga einkareknum heilsugæslustöðvum á svæðinu um þrjár á þessu ári. Markmið breytinganna er samkvæmt ráðherranum að auka faglega og fjárhagslega hvata í heilsugæslunni sem stuðli að betri þjónustu, hagkvæmari rekstri og geri heilsugæslunni kleift að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.

Fyrir liggur að brýn þörf er á að efla og styrkja heilsugæsluna sem grunnstoð í heilbrigðisþjónustunni og áform í þá veru eru jákvætt skref. Hins vegar ber að gjalda varhug við þeim áformum að auka samhliða vægi einkarekstrar í heilsugæslunni. Því fylgja fjölmörg álitamál sem brýnt er að greina betur og ræða. Alþýðusambandið mun aldrei fallast á einkavæðingu heilsugæslunnar.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com