Skip to main content
AldanVMF

Ályktun miðstjórnar ASÍ um búvörusamninga

By March 3, 2016No Comments

Miðstjórn ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum, taka tillit til sjónarmiða neytenda um aukna samkeppni í landbúnaði og móta sókndjarfa stefnu í landbúnaði sem kæmi öllum til góða, bændum, starfsmönnum í greininni og neytendum.

Miðstjórn ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum, taka tillit til sjónarmiða neytenda um aukna samkeppni í landbúnaði og móta sókndjarfa stefnu í landbúnaði sem kæmi öllum til góða, bændum, starfsmönnum í greininni og neytendum. Það er mat Alþýðusambands Íslands að búvörusamningar næstu tíu ára feli í sér óbreytt ástand og muni ekki bæta hag neytenda.

Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega skort á samráði við undirbúning búvörusamninganna. Samráðsleysið birtist meðal annars í því að nefnd sem átti að vinna að stefnumótun í mjólkurframleiðslu vorið 2014 var lögð niður og aldrei kölluð saman eftir að skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu og horfur í mjólkurframleiðslu kom út. Síðan þá hefur Alþýðusambandið enga aðkomu haft að undirbúningi búvörusamninga en það verður að teljast stórundarlegt, í ljósu gríðarlegra hagsmuna launafólks og neytenda, að búvörusamningar séu gerðir bak við luktar dyr.

Það hefur lengi verið skoðun ASÍ að þörf sé á auknum innflutningi landbúnaðarvara og þar af leiðandi aukinni erlendri samkeppni til að veita aðhald á markaði með íslenskar landbúnaðarvörur, markaði sem einkennist af fákeppni og einokun. Þessir markaðsbrestir eru sérstaklega sýnilegir í mjólkurframleiðslu þar sem ríkjandi fyrirkomulag ásamt undanþágu frá samkeppnislögum hefur leitt til þess að stórir framleiðendur hafa kerfisbundið komið í veg fyrir innkomu nýrra aðila á markað og misnotað markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni.

Það er ótrúlegt að í búvörusamningi sé að finna ákvæði um að ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar skuli beita sér fyrir að magntollar á mjólkur- og undanrennudufti og ostum hækki til sama raunverðs og þeir voru í júní 1995.

Það er mat ASÍ að sóknarfæri liggi í breytingum í landbúnaði, breytingum sem geta stuðlað að fjölgun starfa og útflutningi fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. ASÍ telur að óbreytt kerfi stuðli ekki að meginmarkmiði búvörusamnings sem er að stuðningur ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og lægra vöruverði.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com