Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er réttmætum kröfum almennings um forgangsröðun verkefna og útgjalda enn á ný hafnað. Álögur eru auknar á launafólk en staðinn er vörður um sérhagsmuni útgerðar og fjármálastofnana. Þessi sýn til launafólks og hlutverks stjórnvalda hefur löngum verið undrunarefni en hefur nú náð stöðu raunverulegrar samfélagsógnar. Miðstjórn hafnar því að aukin einkavæðing sé lausn við vandanum.
Miðstjórn krefst þess að stjórnvöld standi undir þeirri ábyrgð sem þau hafa gengist undir og bregðist nú þegar við alvarlegri stöðu heilbrigðismála og yfirvofandi neyðarástandi.