Skip to main content
AldanVMF

Ályktun miðstjórnar ASÍ um verkfall sjómanna

By January 12, 2017No Comments

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkföll og kjarabaráttu sjómanna og vélstjóra við samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Miðstjórn skorar jafnframt á samtök atvinnurekenda að ganga nú þegar til kjarasamninga við sjómenn og vélstjóra.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkföll og kjarabaráttu sjómanna og vélstjóra við samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Útgerðarmenn hafa árum saman neitað að ganga til kjarasamninga við sjómenn og vélstjóra og sett fram óbilgjarnar kröfur um að launafólk greiði verulegan hluta af eðlilegri greiðslu fyrirtækjanna fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Miðstjórn ASÍ skorar á samtök atvinnurekenda að ganga nú þegar til kjarasamninga við sjómenn og vélstjóra. Miðstjórnin fordæmir jafnframt þau verkfallsbrot sem framin hafa verið og skorar á útgerðarmenn að virða löglega boðaðar aðgerðir sjómanna.
 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com