Skip to main content
AldanVMF

Ályktun miðstjórnar ASÍ

By January 20, 2021No Comments

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka við þær óvissuaðstæður sem eru uppi.

Ályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka við þær óvissuaðstæður sem eru uppi. Miðstjórn ASÍ gagnrýnir þann flýti sem einkennir ferlið og telur ekki hafa verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni. Mikilvægt er að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þarf að gæta að hagsmunum lántakenda sem margir ganga í gegnum tímabundna erfiðleika vegna COVID-kreppunnar. Einnig leikur vafi á hversu stóran hlut ríkið ætlar sér að selja og stjórnvöld hafa ekki útskýrt hvað þau telja ásættanlegt verð.
Sérfræðingahópur verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-faraldursins birti föstudaginn 15. janúar 2021 greinargerð um áformaða sölu Íslandsbanka. Niðurstaða hópsins var að röksemdir skorti fyrir þeirri ákvörðun að hefja sölu bankans nú. Óvíst sé hvort salan myndi auka samkeppni á fjármálamarkaði og núverandi tímapunktur sé ekki ákjósanlegur í ljósi efnahagslegrar óvissu. 
Miðstjórn ASÍ hafnar því að selja þurfi hlut ríkisins til að bæta stöðu ríkissjóðs eða fjármagna fjárfestingar í samfélagslegum innviðum. Nýlegar skattalækkanir á fjármagnseigendur benda ekki til þess að ríkisstjórnin hafi þungar áhyggjur af afkomu ríkissjóðs. Ákall um sölu á banka kemur ekki frá almenningi sem að miklum meirihluta er mótfallinn slíkri sölu og jákvæður í garð ríkisins sem eiganda banka.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com