Skip to main content
AldanVMF

Ályktun stjórnar ASÍ-UNG um launaþjófnað

By August 31, 2020No Comments

Í skýrslu ASÍ, Íslenskur vinnumarkaður, þar sem fjallað er um erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði kemur fram að oftast sé brotið á erlendu og ungu launafólki.

Í skýrslu ASÍ, Íslenskur vinnumarkaður, þar sem fjallað er um erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði kemur fram að oftast sé brotið á erlendu og ungu launafólki. Á síðasta ári voru gerðar launakröfur upp á rúmlega 60.000.000 kr. fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og það eru eingöngu þau mál sem komu inn á borð stéttafélaganna!

Hversu lengi ætlum við að láta launaþjófnað viðgangast í íslensku samfélagi?

Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra og ríkisstjórn lofaði að taka á þessu þegar skrifað var undir Lífskjarasamningana í apríl 2019, en enn hefur ekkert verið gert.

ASÍ-UNG krefst þess að launaþjófnaður verði gerður refsiverður, einnig að staðið verði við þau loforð sem gefin voru út við gerð kjarasamninganna 2019.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com