Skip to main content
VMF

Ályktun stjórnar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar

By September 30, 2014No Comments

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar mótmælir harðlega þeim skerðingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2015. Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar haldi því fram að fjárlagafrumvarpið bæti hag heimila að meðaltali, þá er ljóst að það gildir ekki um tekjulægri hópa samfélagsins.

 

 

 

 

Ályktun stjórnar Verslunarmannafélags Skagafjarðar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Íslands 2015

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar mótmælir harðlega þeim skerðingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2015.  Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar haldi því fram að fjárlagafrumvarpið bæti hag heimila að meðaltali, þá er ljóst að það gildir ekki um tekjulægri hópa samfélagsins.

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar gerir miklar athugasemdir við:

•    Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%
•    Skerðingu réttar til atvinnuleysisbóta
•    Að ekki verði staðið við gefin fyrirheit um framlag til
      VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs
•    Skerðingu framlaga til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða
•    Skert framlög til menntamála sem bitna meðal annars mjög harkalega á
     Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum 
     um eflingu iðnmenntar í landinu og fjölgun opinberra starfa 
     á landsbyggðinni 
•    Skert framlög til heilbrigðismála sem enn og aftur bitna m.a. á 
     Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki.
 

Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar skorar á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða framkomið fjárlagafrumvarp.
Nú er kominn tími á að hlusta á fólkið í landinu.

Sauðárkróki 29.september 2014
Stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com