Skip to main content
AldanVMF

ASÍ krefst hækkunar atvinnuleysisbóta

By October 25, 2016No Comments

Fulltrúar ASÍ í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, þau Ólafía B. Rafnsdóttir og Kolbeinn Gunnarsson, hafa lagt fram tillögu um hækkun bóta til jafns við launaþróun og ákvörðun Alþingis um hækkun bóta Almannatrygginga.

Fulltrúar ASÍ í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, þau Ólafía B. Rafnsdóttir og Kolbeinn Gunnarsson, hafa lagt fram tillögu um hækkun bóta til jafns við launaþróun og ákvörðun Alþingis um hækkun bóta Almannatrygginga. Ljóst er að vegna þess að atvinnuleysi hefur gengið hraðar og meira niður en búist var við hefur sjóðurinn bolmagn til þess að standa undir slíkri hækkun. Því skorar ASÍ á Eygló Harðardóttur, ráðherra félagsmála, að breyta reglugerðinni nú þegar.

Fulltrúar ASÍ í stjórninni lögðu fram tillögu sem er eftirfarandi:

„Vegna þeirra verulegu breytinga sem orðið hafa á launaþróun og þjóðhagsforsendum samþykkir stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs að beina því til ráðherra að taka ákvörðun um hækkun á fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta og hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta með reglugerð eins og honum er heimilt að gera sbr. 2. málslið 3. mgr. 33.gr. laga nr. 54/2006“.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com