Skip to main content

Eftirfarandi frétt birtist á vef Alþýðusambands Íslands í dag:
ASÍ hefur í umsögn sinni til Alþingis lagst gegn því að að EFTA fullgildi fríverslunarsamning við Kólumbíu og landbúnaðarsamning Íslands og Kólumbíu sem nú liggja fyrir Alþingi. Mannréttindabrot gegn verkalýðsforingjum og meðlimum stéttarfélaga eru daglegt brauð í Kólumbíu þar sem réttindi launafólks eru fótum troðin. Bara á þessu ári hafa 35 verkalýðsforingjar verið myrtir í Kólumbíu.

ASÍ hefur í umsögn sinni til Alþingis lagst gegn því að að EFTA fullgildi fríverslunarsamning við Kólumbíu og landbúnaðarsamning Íslands og Kólumbíu sem nú liggja fyrir Alþingi. Mannréttindabrot gegn verkalýðsforingjum og meðlimum stéttarfélaga eru daglegt brauð í Kólumbíu þar sem réttindi launafólks eru fótum troðin. Bara á þessu ári hafa 35 verkalýðsforingjar verið myrtir í Kólumbíu.
Frá 1986 hafa tæplega 3000 fulltrúar kólumbískra verkalýðsfélaga verið myrtir, þarf af tæplega 800 formenn verkalýðsfélaga. Lítið er aðhafst vegna þessa ofbeldis sem ýmist er framið af stjórnvöldum sjálfum eða skipulögðum glæpasamtökum gegn greiðslu frá þeim sem telja hagsmunum sínum ógnað af starfsemi verkalýðsfélaga. Ofbeldi og glæpir gegnsýra kólumbískt samfélag og stjórnvöld hafa haldið því fram að ofbeldi gegn verkalýðshreyfingunni og forystumönnum hennar sé einungis hluti af því ástandi. Alþjóðleg verkalýðshreyfing, sérfræðingar og þing ILO – Alþjóðavinnumálastofnunarinnar eru ekki sammála því og telja að um sé að ræða skipulagða baráttu gegn grundvallarmannréttindum launafólks og gegn frjálsri verkalýðshreyfingu.
Ísland sem kýs að vera kyndilberi mannréttinda á alþjóðavettvangi getur ekki verið aðili að samningum um frjáls viðskipti með vöru og þjónustu sem sprettur úr jarðvegi grófra og viðvarandi mannréttindabrota gegn launafólki og frjálsri verkalýðshreyfingu. Slíkir samningar styðja ríkjandi ástand í stað þess að vinna gegn því. Þess vegna leggst ASÍ eindregið gegn staðfestingu þessara samninga.
Umsögn ASÍ um málið má sjá hér.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com