Skip to main content
Stéttarfélag.is

ASÍ – Nói Síríus hækkar langmest milli ára — Nettó lækkar verð á völdum vörum

By December 6, 2024No Comments

Verðlag hækkar langmest í Iceland
Iceland sker sig úr í hækkun verðlags milli ára samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambandsins. Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. (Verðlag er vegið eftir mikilvægi vöruflokka.)

Miklar sveiflur hafa verið í verðlagningu í verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland á þessu ári. Nettó og Kjörbúðin eru nú með lægri verðlagningu en fyrir ári síðan, á meðan Krambúðin og Iceland eru aftur með dýrari matvöruverslunum. Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað milli ára, um 4% í Bónus og um  2,2% í Krónunni.


Nettó lækkar verð á völdum vörum

Lækkun á verðlagi í Nettó breiðir þó yfir áhugaverða þróun. Verð á vörum í Nettó hefur hækkað um 0,4% að meðaltali undanfarið ár þegar ekki er vegið eftir mikilvægi vöruflokka, en sú hækkun dreifist ekki jafnt. Þær vörur sem Nettó selur sem einnig fást í Bónus hafa lækkað um 4% í verði milli ára að meðaltali, en vörur sem ekki má finna í Bónus hafa hækkað um 2% að meðaltali. Þetta kemur Nettó neðar í samanburði verðlagseftirlitsins.

 

Neytendur þurfa að vera á verði
Sams konar mynstur fannst í Krónunni nýverið, þar sem þær 1944 máltíðir seldar í Bónus reyndust ódýrari en þær 1944 máltíðir sem ekki fundust í Bónus. Verðlagseftirlitið hvetur neytendur til að vera á verði gagnvart vörum sem ekki er hægt að bera beint saman milli verslana, þar getur leynst dulinn verðmunur. Nýverið benti Verðlagseftirlitið að erfitt væri að bera saman verð á Nóa Kroppi sökum þess að pakkningastærðir séu ólíkar milli verslana. Í þeirri könnun kom í ljós að kílóverð á Nóa Kroppi væri lægst í Costco.

Verðhækkanir Nóa Síríus einsdæmi
Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Verðhækkanir voru þannig verulegar á vörum tiltekinna framleiðenda. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni.

Nói Síríus sker sig úr þegar breytingar á verði eftir framleiðendum í Krónunni og Bónus eru skoðaðar. Verð á vörum hinna stóru sælgætisframleiðendanna, Freyju og Góu-Lindu, hækka mun minna – um 10% og 7%.

Í þessari sundurliðun sést líka skýring á því hvers vegna verð í Krónunni hefur hækkað minna en í Bónus milli ára; Euroshopper og Rema vörur hafa hækkað um tæplega 6% að meðaltali. Þær vörur eru seldar í Hagkaup og Bónus. Gestus vörur hafa hins vegar lækkað um tæplega 3%. Þær vörur eru seldar í Krónunni.


Kartöflur hækka mest, egg lækka í verði

Verð á kartöflum hækkaði mest í Bónus og Krónunni milli ára af þeim vöruflokkum sem til skoðunar voru. Súkkulaði hækkaði næstmest, en nokkrir flokkar lækkuðu í verði. Þar á meðal eru egg, sem lækka óverulega. Þetta er athyglivert í ljósi umræðu um eggjaskort á landinu.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com