Skip to main content
AldanVMF

ASÍ og BSRB krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu

By September 22, 2016No Comments

Markmið fæðingarorlofslaga er að börnum sé tryggð samvera við báða foreldra og að konum og körlum sé kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Rannsóknir sýna að núverandi kerfi tryggir ekki að þetta markmið nái fram að ganga.

Markmið fæðingarorlofslaga er að börnum sé tryggð samvera við báða foreldra og að konum og körlum sé kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Rannsóknir sýna að núverandi kerfi tryggir ekki að þetta markmið nái fram að ganga.

Til dæmis hefur þátttaka feðra minnkað um 40% frá því fyrir hrun og fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki. Þá hefur hámarksupphæð lækkað verulega á undanförnum árum, á meðan verðlag á húsnæði og nauðsynjavörum hefur hækkað. Staða þeirra foreldra sem fara í fæðingarorlof er allt annað en öfundsverð.

Það er forgangsmál að endurskoðun eigi sér stað og horft verði til framtíðar. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um nauðsyn endurskoðunar og að breytinga sé þörf hefur ekki verið brugðist við.

Kröfur ASÍ og BSRB eru:
• Greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi verði óskertar upp að 300.000 kr.
• Hámarksgreiðslur verði 600.000 kr.
• Fæðingarorlof verði 12 mánuðir.

Átt þú sögu til að deila? Hvernig er þín reynsla?
Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi hvetjum við fólk til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof

Fylgstu með umræðunni á Facebook-síðu átaksins, Betra fæðingarorlof.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com