Skip to main content
AldanVMF

ASÍ og Isavia taka höndum saman um upplýsingagjöf til erlends launafólks

By February 27, 2020No Comments

ASÍ og Isavia hafa gert með sér samstarfssamning um miðlun upplýsinga til erlends launafólks um íslenskan vinnumarkað, kjarasamninga, réttindi og skyldur.

ASÍ og Isavia hafa gert með sér samstarfssamning um miðlun upplýsinga til erlends launafólks um íslenskan vinnumarkað, kjarasamninga, réttindi og skyldur. Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, undirrituðu samstarfssamning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í dag.
Markmiðið með samningnum og samstarfi ASÍ og Isavia er að stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði á Íslandi, þar sem allir njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög og þar sem launafólki er ekki mismunað á grundvelli þjóðernis. Þetta er liður í baráttunni fyrir heilbrigðum vinnumarkaði, að kjarasamningar séu virtir og fólk af erlendum uppruna sem kemur til landsins að vinna fái upplýsingar um réttindi sín.
Til að ná þessu markmiði verða skjáir í flugstöðinni notaðir til að miðla upplýsingum til farþega. Þá verður prentað kynningarefni gert aðgengilegt á nokkrum stöðum – þar á meðal í töskumóttökusal flugstöðvarinnar.
Verkefnið byggir m.a. á samfélagslegri ábyrgð aðila eins og hún birtist í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um góða atvinnu og hagvöxt og um frið og réttlæti.
         

 „Íslenskur vinnumarkaður er skipulagður og launafólk á skjól í stéttarfélögum,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Þessu er ekki til að heilsa alls staðar í veröldinni og því mikilvægt að koma þeim upplýsingum vel og skilmerkilega á framfæri við launafólk hvert það getur leitað að stuðningi og skjóli. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er sá staður þar sem fólk kemst fyrst í kynni við landið og því er afar ánægjulegt að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri þar, í bæklingum og á skjáhvílum.“
„Isavia er stór vinnuveitandi, Keflavíkurflugvöllur er stór vinnustaður og því til viðbótar þá er okkur umhugað um heilbrigði vinnumarkaðs á Íslandi.,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Þess vegna tökum við þátt í því verkefni að aðvelda erlendu launafólki að nálgast réttar upplýsingar um leið og það fer í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stærstu gáttina til landsins. Þannig fær það tækifæri til að að sækja upplýsingar um réttindi sín og skyldur öllum til hagsbóta.“

Nánari upplýsingar um réttindi launafólks má finna á vef ASÍ – www.asi.is

Frekari upplýsingar veita:
Guðjón Helgason                                     María Lóa Friðjónsdóttir
upplýsingafulltrúi Isavia                           verkefnastjóri ASÍ
Sími 856-4540                                         Sími 535-5617
gudjon.helgason@isavia.is                     marialoa@asi.is

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com