Eins og kunnugt er lentu Neytendasamtökin í hremmingum fyrr á árinu, bæði stjórnenda- og fjárhagslegum. Í framhaldinu þurfti að tóna starfsemina niður og var flestum starfsmönnum samtakanna m.a. sagt upp störfum. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur um árabil átt í góðu sambandi við Neytendasamtökin og telur ASÍ þau þjóna mikilvægu hlutverki við að gæta hagsmuna neytenda og tala máli þeirra.
Eins og kunnugt er lentu Neytendasamtökin í hremmingum fyrr á árinu, bæði stjórnenda- og fjárhagslegum. Í framhaldinu þurfti að tóna starfsemina niður og var flestum starfsmönnum samtakanna m.a. sagt upp störfum. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur um árabil átt í góðu sambandi við Neytendasamtökin og telur ASÍ þau þjóna mikilvægu hlutverki við að gæta hagsmuna neytenda og tala máli þeirra.
Miðstjórn Alþýðusambandsins ákvað því á fundi sínum 4.október sl. að styrkja starfsemi Neytendasamtakanna um eina milljón króna. Sú von fylgir fjárframlaginu að samtökin nái aftur fyrri styrk til heilla fyrir neytendur á Íslandi.