Skip to main content
VMF

ASÍ þing

By October 27, 2014No Comments

Rúmlega 300 þingfulltrúar frá 51 félagi innan Alþýðusambandsins mættu til þriggja daga þings á Hilton Nordica miðvikudaginn 23. október síðastliðinn. Yfirskrift þingsins var Samfélag fyrir alla – jöfnuður og jöfn tækifæri. Þing ASÍ markar stefnu Alþýðusambandsins til framtíðar en á þinginu fer einnig fram forsetakjör, kjör varaforseta og kjör í miðstjórn auk þess sem þingið er vettvangur lagabreytinga.

Rúmlega 300 þingfulltrúar frá 51 félagi innan Alþýðusambandsins mættu til þriggja daga þings á Hilton Nordica miðvikudaginn 23. október síðastliðinn. Yfirskrift þingsins var Samfélag fyrir alla – jöfnuður og jöfn tækifæri. Þing ASÍ markar stefnu Alþýðusambandsins til framtíðar en á þinginu fer einnig fram forsetakjör, kjör varaforseta og kjör í miðstjórn auk þess sem þingið er vettvangur lagabreytinga.

Í opnunarræðu brýndi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ  þingfulltrúa á þingi ASÍ til samstöðu til að verjast aðförinni að velferðarkerfinu og vaxandi misskiptingu í samfélaginu. Um kjaramál sagði Gylfi Arnbjörnsson m.a.:

„Það er alveg ljóst að í komandi kjarasamningum verður að leiðrétta kjör félagsmanna ASÍ til jafns við aðra. Það er krafa félaga okkar. En það er einnig ljóst að það verður engin sátt um efnahagslegan stöðugleika ef hann á að byggja á vaxandi misskiptingu og fátækt og stöðugt veikari innviðum velferðarkerfisins. Það verður engin sátt við verkalýðshreyfinguna þegar ráðist er að lífeyrisréttindum okkar, réttindum atvinnuleitenda eða skorið á tækifæri til endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Nú er einfaldlega komið nóg. Það er ljóst að ríkisstjórnin er fyrir ríka fólkið og verkalýðshreyfingin verður að beita afli sínu til að forða því að Ísland framtíðarinnar verði land misskiptingar og glataðra tækifæra. Land þar sem fyrirtækjum og efnafólki eru hyglað á kostnað alls almennings.“

Kosning forseta ASÍ
Ragnar Þór Ingólfsson frá VR bauð sig fram í embætti forseta á móti Gylfa Arnbjörnssyni sitjandi forseta. Þetta er í annað sinn sem Ragnar býður sig fram gegn Gylfa. Gylfi var endurkjörinn en hann hlaut 74,5% eða 201 atkvæði. Ragnar Þór Ingólfsson hlaut 69 atkvæði eða 25,5%. Atkvæði greiddu 275 og voru 270 atkvæði gild en 5 skiluðu auðu. Stuðningurinn við Gylfa er meira afgerandi nú en fyrir tveimur árum þegar Ragnar Þór bauð sig fram gegn honum. Gylfi Arnbjörnsson var fyrst kjörinn forseti ASÍ árið 2008 og hann er því að hefja fjórða kjörtímabil sitt í embætti forseta.

Tillaga um fjölgun varaforseta ASÍ úr einum í tvo var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR og Sigurður Bessason formaður Eflingar gáfu kost á sér en ekki bárust nein mótframboð og voru þau því sjálfkjörin.  Með tilkomu þessara nýju varaforseta verður sú breyting á að formenn tveggja langstærstu félaganna innan ASÍ verða nú við hlið Gylfa Arnbjörnssonar og kom fram á þinginu að markmið breytinganna væri að breikka forystuna með þessum hætti  og tengja hana öflugar en áður við baklandið í stéttarfélögunum. Bæði Ólafía og Sigurður héldu kröftugar ræður þar sem þau brýndu félagsmenn til samstöðu, ábyrgðar og að tala einum rómi í stórum málum og var góður rómur gerður að málflutningi þeirra.

Málefnavinna þingfulltrúa
Umsvifamikil málefnavinna þingfulltrúa fór fram í mörgum hópum þar sem notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag en þá taka allir fulltrúar virkan þátt í vinnunni. Öll þrjú megin þemu þingsins voru undir, þ.e. velferðin, kjaramál og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Á lokadegi þingsins var málefnavinnan dregin saman í ályktanir sem lagðar voru fyrir þingfulltrúa. Ályktanir 41. þings ASÍ  má lesa hér.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com