Skip to main content
VMF

ASÍ-UNG ítrekar bréf til KSÍ

By September 13, 2013No Comments

ASÍ-UNG sendi Knattspyrnusambandi Íslands bréf og ítrekaði beiðni sína um að KSÍ svari þeim spurningum sem stjórn ASÍ-UNG hafði áður sent sambandinu.

ASÍ-UNG sendi Knattspyrnusambandi Íslands bréf og ítrekaði beiðni sína um að KSÍ svari þeim spurningum sem stjórn ASÍ-UNG hafði áður sent sambandinu.Árið 2010 samþykkti FIFA að HM í knattspyrnu karla yrði haldið í Qatar árið 2022. Til að það sé mögulegt eru miklar mannvirkjaframkvæmdir þar í gangi núna.  94% af vinnuaflinu eru innflytjendur frá fátækari ríkjum eins og Nepal, Indlandi, Sri Lanka, Pakistan og Bangladesh.  Öllu þessu fólki er skv. lögum í Qatar bannað að mynda og/eða ganga í verkalýðsfélög.  Slíkt bann er gróft brot á alþjóðlegum sáttmálum og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er varða mannréttindi og grundvallarréttindi vinnandi fólks, hvort sem þau varða borgaraleg réttindi, félagsleg réttindi eða rétt til að vinna við öruggar aðstæður.


Það er ljóst að á næstu árum mun eftirspurn eftir vinnuafli í landinu aukast til muna en ekkert bendir til þess að veita eigi því fólki sem kemur til starfa grundvallarréttindi heldur eigi að misnota neyð þess og ráða það til vinnu án nokkurra réttinda. Árlega deyja um 200 nepalskir verkamenn við vinnu sína í Qatar og hundruð verkamanna af öðru þjóðerni hljóta sömu örlög. Því liggur fyrir að fleiri einstaklingar muni deyja við mannvirkjagerð í tengslum við HM2022 en muni keppa á mótinu.


Vitneskjan um viðvarandi nútíma þrælahald og mannréttindabrot var til staðar árið 2010 þegar FIFA ákvað að fallast á umsókn Qatar.


Á heimasíðu ASÍ-UNG má sjá lesa bréfið í heild sinni.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com