Skip to main content
Aldan

Atkvæðagreiðsla sjómanna um ótímabundið verkfall

By September 19, 2016No Comments

Kosning um vinnustöðvun sjómanna hefst kl.14 í dag en henni lýkur á hádegi þann 17.október. Samþykki sjómenn tillögu um verkfall mun það hefjast kl. 23:00 þann 10. nóvember næstkomandi.

Kosning  um vinnustöðvun sjómanna hefst kl.14:00  í dag en henni lýkur á hádegi þann 17.október. Samþykki sjómenn tillögu um verkfall mun það hefjast kl. 23:00 þann 10. nóvember næstkomandi.  Kosningin verður með rafrænum hætti og munu kjörgögn berast sjómönnum í vikunni, ásamt leiðbeiningum um hvernig kosningin fer fram. Þeir sjómenn sem ekki hafa fengið kjörgögn í hendurnar í vikulok eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Öldunnar. Rétt er að taka það fram að smábátasjómenn heyra ekki undir þennan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og kjósa því ekki um verkfall, enda fara kjör þeirra eftir öðrum kjarasamningi.

SSÍ mun senda félagsmönnum bréf  sem inniheldur leyniorð sem kjósendur geta notað.  Kjósendur hafa þó einnig þann valkost að  nota Íslykil eða rafræn skilríki við kosninguna. Af þessu leiðir að kjósendur geta byrjað að kjósa strax í dag þegar kosningin opnar, þó svo að þeir hafi ekki fengið í hendurnar bréfið frá SSÍ með leyniorðinu.

Kosningin er sett upp þannig að sérhver  kjósandi getur kosið eins oft og hann vill, en það er bara seinasta atkvæði hans sem gildir.  Þetta er mjög mikilvægt í rafrænum kosningum, til að tryggja að kjósandinn hafi möguleika á kosningaleynd (ef einhver þrýstir á hann að kjósa gegn sannfæringu sinni, getur hann alltaf farið inn og leiðrétt það).

Hér má skoða nánari leiðbeiningar um kosninguna

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com