Skip to main content
Aldan

Atkvæðaseðlar eru komnir í dreifingu

By January 13, 2014No Comments

Síðastliðinn föstudag fóru atkvæðaseðlar og önnur kjörgögn í póstdreifingu og mega félagsmenn búast við að fá þau á allra næstu dögum. Kosningu lýkur þriðjudaginn 21. janúar kl. 16:00.

Síðastliðinn föstudag fóru atkvæðaseðlar og önnur kjörgögn í póstdreifingu og mega félagsmenn búast við að fá þau á allra næstu dögum. Kosningu lýkur þriðjudaginn 21. janúar kl. 16:00.
Atkvæði þurfa að hafa borist á skrifstofu félagsins fyrir þann tíma og eru félagsmenn minntir á að póststimpill gildir ekki.

Athugið: Atkvæðaseðlar eru einungis sendir þeim sem vinna eftir þeim samningum sem nú eru til afgreiðslu.
Þeir sem telja sig eiga rétt á að greiða atkvæði um samninginn en hafa ekki fengið atkvæðaseðil er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá þá afhent kjörgögn ef við á. 

Félagsmenn Öldunnar stéttarfélags sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum eru ekki aðilar að þessum kjarasamningum sem nú eru til atkvæðagreiðslu og hafa því ekki kjörgengi.
Sama á við um þá sem starfa samkvæmt sérkjarasamningum.

 

Félagsmenn sýnum ábyrga afstöðu og greiðum atkvæði !

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com