Skip to main content
AldanVMF

Atvinnuþátttaka aldrei mælst minni en í apríl

By June 3, 2020No Comments

Nýjustu mælingar Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar sýna að verulega hægði á vinnumarkaði og atvinnulífi í apríl. Samkvæmt rannsókninni voru 195 þúsund manns starfandi í mánuðinum sem er það minnsta síðan í febrúar 2018.

Nýjustu mælingar Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar sýna að verulega hægði á vinnumarkaði og atvinnulífi í apríl. Samkvæmt rannsókninni voru 195 þúsund manns starfandi í mánuðinum sem er það minnsta síðan í febrúar 2018. Í apríl voru rúm 62 þúsund á aldrinum 16-74 ára utan vinnumarkaðar, en það er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi. Til samanburðar voru að meðaltali um 50 þúsund utan vinnumarkaðar árið á undan.

Vinnumarkaðsrannsóknin hefur verið gerð með samfelldum hætti frá 2003 og hafa vinnustundir aldrei mælst færri en nú, en þær voru að meðaltali 34,2 apríl. Eins hefur hvort tveggja atvinnuþáttaka (75,8%) eða hlutfall starfandi (70,5%) ekki mælst jafn lágt.

Í tilkynningu með birtingu á apríltölum Vinnumarkaðsrannsóknar er lögð áhersla á að um bráðabirgðatölur sé að ræða sem geti tekið breytingum, sérstaklega þar sem mælingar stóðu yfir í miðjum heimsfaraldri með óvæntum og einstökum áhrifum á atvinnustöðu.

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com