Skip to main content

Aldan skrifaði í gær undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn felldu kjarasamning þann sem undirritaður var fyrir jól.

Aldan skrifaði í gær undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn  felldu kjarasamninginn  sem undirritaður var fyrir jól.

Það sem þessi samningur hefur umfram þann samning sem felldur var í janúar er að orlofs- og desemberuppbætur hækka samanlagt  um 32.300 krónur frá gildandi kjarasamningi. Orlofsuppbótin fer úr 28.700 krónum í 39.500 krónur og desemberuppbótin fer úr 52.100 krónum í 73.600 krónur. Samningurinn gildir frá 1. febrúar síðastliðnum og felur í sér 14.600 króna eingreiðslu vegna janúarmánaðar miðað við fullt starf og að viðkomandi hafi verið í vinnu 1. febrúar.

Búið er að boða trúnaðarráð Öldunnar  til fundar næsta mánudag þar sem farið verður yfir atriði samningsins og ákvörðun tekin varðandi atkvæðagreiðslu. Í næstu viku verða svo haldnir vinnustaðafundir þar sem samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum og að því loknu verður kosið um hann.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com