Skip to main content
Aldan

Debet og kredit

By October 4, 2016No Comments

Hugleiðingar formanns Sjómannasambands Íslands

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, ritaði grein sem birtist á Facebook síðu Sjómannasambands Íslands (SSÍ). Í greininni veltir hann fyrir sér þeim gríðarmikla, en óútskýrða, mun sem á verðmæti selds og keypts hráefnis.

Debet og kredit.
Á vef Hagstofunnar eru margvíslegar upplýsingar um sjávarútveg á Íslandi. Þar á meðal eru upplýsingar um hve mikið hráefni er selt til fiskvinnslunnar á Íslandi og hvað fiskvinnslan greiðir fyrir hráefnið. Svo á móti eru upplýsingar um selt hráefni frá útgerðinni til fiskvinnslunnar og hve mikið útgerðin fær fyrir það.
Í stuttu máli er munurinn þarna á milli alveg ótrúlegur. Í mínum bókum verða debet og kredit að stemma. Þarna er alvarlegur misbrestur á. Meðfylgjandi tölur eru unnar úr tölum Hagstofunnar en þar sést gríðarlegur munur á verðmæti selds og keypts hráefnis. 

Árið 2013 seldi útgerðin á Íslandi afla fyrir 92 milljarða. Sama ár keypti fiskvinnslan afla fyrir 122 milljarða. Mismunur uppá 30 milljarða sem ekki komu til skipta til sjómanna. 2014 er munurinn 13,5 milljarðar sem vantar inn í aflaverðmæti skipa á Íslandi.
Í þessum tölum er búið að leiðrétta fyrir innfluttu hráefni og seldum afla sem fiskvinnslan selur frá sér aftur eftir kaup.
Engar skýringar hafa fengist á þessum mismun þó eftir hafi verið leitað. Ef aflahlutur er reiknaður af þessum stærðum má sjá að það vantar um 7 til 8 milljarða á aflahlut íslenskra sjómanna þessi tvö ár. Svo geta menn reiknað tap ríkis og sveitarfélaga út frá þessum stærðum.
Ef farið er lengra aftur í tímann t.d. aftur til ársins 2000 er mismunur milli keypts og selds hráefnis 150 milljarðar sem vantar inn í verð til sjómanna eða um 10 milljarðar á ári að meðaltali.
Munum að í langflestum tilfellum er útgerð, vinnsla og sala afurða á sömu hendi og reyndar vigtun aflans líka.
Ef einhver hefur skýringar á þessum mun er það vel þegið.

Valmundur Valmundsson
formaður Sjómannasambands Íslands
Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
vv@ssi.is
Vinnusími:  561-0769
 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com