Skip to main content
Aldan

Desemberuppbót

By November 12, 2015No Comments

Samkvæmt kjarasamningum skal greiða desemberuppbót, þá upphæð skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Full desemberuppbót miðast við 100% starf en reiknast annars miðað við starfshlutfall og starfstíma. Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira.

Samkvæmt kjarasamningum skal greiða desemberuppbót, þá upphæð skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Full desemberuppbót miðast við 100% starf en reiknast annars miðað við starfshlutfall og starfstíma. Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira.

Eftirfarandi upphæðir miðast við fullt starf:

Starfsmenn á almennum markaði  fá 78.00 krónur.
Greiða skal fyrir 15. desember.

Starfsmenn ríkisins  fá 78.000 krónur.
Greiða skal fyrir 1. desember.

Starfsmenn Steinullar fá 152.953 krónur sem greiðast í desember.

Athugið að enn hefur ekki verið samið fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Hver upphæð desemberuppbótar þeirra verður í ár er því óljóst á þessari stundu en hana ber að greiða þann 1.desember. Hafi ekki verið samið fyrir þann tíma skal þann 1.desember greiða sömu upphæð og í fyrra eða 93.500 krónur. Verði síðan samið um hærri uppbót fyrir þetta ár mun leiðrétting verða greidd síðar.

Sama gildir um starfsmenn Hádranga því samningur þeirra byggir á samningi Öldunnar við Launanefnd sveitarfélaga. Þá uppbót skal þó greiða fyrir 21. desember.
 

Allar frekari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com