Skip to main content
AldanVMF

Dregur úr kynbundnum launamun

By March 8, 2018No Comments

Hagstofa Íslands hefur birt nýjar niðurstöður úr rannsókn á launamun kynjanna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að kynbundinn launamunur, bæði skýrður og óskýrður, hafi minnkað á tímabilinu 2008-2016, bæði á almenna markaðnum og hjá hinu opinbera. Óskýrður launamunur hefur minnkað úr 4,8% í 3,6%, og skýrður launamunur úr 9,7% í 6,6%.

Hagstofa Íslands hefur birt nýjar niðurstöður úr rannsókn á launamun kynjanna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að kynbundinn launamunur, bæði skýrður og óskýrður, hafi minnkað á tímabilinu 2008-2016, bæði á almenna markaðnum og hjá hinu opinbera. Óskýrður launamunur hefur minnkað úr 4,8% í 3,6%, og skýrður launamunur úr 9,7% í 6,6%.

Greint frá niðurstöðunum í nýjum Hagtíðindunum en þar kemur fram að  skýrður* launamunur kynjanna var að jafnaði 7,4% á tímabilinu 2008-2016, og óskýrður** launamunur kynjanna 4,8%.

Vakin er athygli á því að hlutfall óskýrðs launamunar af launamuninum í heild var örlítið hærra árin 2014-2016 heldur en árin 2008-2010. Það bendir til þess að þrátt fyrir lækkandi kynbundinn launamun samanstendur hann í auknum mæli af óskýrðum launamun.

Einnig kemur fram að ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman, án þess að taka tillit til þátta eins og vinnutíma, starfa eða menntunar, var kynjamunurinn 28% árið 2016. Frá árinu 2008 hafði hann minnkað um tæplega 8 prósentustig. Mestur var kynjamunurinn hjá aldurshópnum 25-54 ára og minnstur hjá aldurshópnum 16-24 ára. Þó óleiðréttur munur á atvinnutekjum segi lítið um launamun kynjanna einn og sér, gefur hann ákveðnar vísbendingar um ólíka stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

Rannsóknin var unnin af Hagstofu Íslands í samstarfi við aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og er endurtekning á fyrri rannsókn sem tók til áranna 2008-2013, en greint var frá niðurstöðum hennar í skýrslu velferðarráðuneytisins árið 2015. Í nýju rannsókninni var árunum 2014-2016 bætt við, og nákvæmari gögn notuð við greininguna yfir allt tímabilið.

Hagtíðindin má nálgast hér.

*Skýrður launamunur er sá hluti kynbundins launamunar sem skýrist af eiginleikum sem hafa áhrif á laun, öðrum en kyni, t.d. starfi, starfsaldri eða menntun.

**Óskýrður launamunur er sá hluti launamunarins sem stendur eftir þegar búið er að taka út þann mun sem skýrist af ýmsum hugsanlegum ástæðum, öðru en kyni.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com