Skip to main content

Formannafundur Starfsgreinasambandsins var haldinn á Selfossi 4. desember síðastliðinn en fundinn sátu fyrir hönd Öldunnar Þórarinn Sverrisson og Hjördís Gunnarsdóttir, formaður og varaformaður Öldunnar.

Formannafundur Starfsgreinasambandsins var haldinn á Selfossi 4. desember síðastliðinn en fundinn sátu fyrir hönd Öldunnar Þórarinn Sverrisson og Hjördís Gunnarsdóttir, formaður og varaformaður Öldunnar.


Helsta umræðuefni fundarins var uppsagnarákvæði kjarasamninga.
Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ  fór þar yfir hvaða forsendur kjarasamninga hefðu haldið og hverjar væru brostnar og hvernig kjör hefðu þróast á þessu samningstímabili.
Ljóst er að forsendur eru fyrir endurskoðun kjarasamninga en málið er enn á umræðustigi innan einstakra félaga og verður rætt nánar á aukaformannafundi sem boðað hefur verið til 15. janúar næstkomandi. 
 
Á fundinum var líka farið yfir það sem er efst á baugi hjá hverju félagi fyrir sig,
ASÍ-UNG kynnti starfsemi sína við góðan fögnuð, skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra var kynnt og sömuleiðis skýrsla um erlend samskipti.
Á dagskrá var einnig að fara yfir úrvinnslu bókana í kjarasamningum sem snúa aðallega að starfaflokkun og fræðslumálum innan ákveðinna greina.
Tillaga SGS að kjarasamningi við NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) – miðstöðina var kynnt og farið var yfir breytingar á almannatengslum SGS.
Fundurinn fékk einnig góða kynningu á atvinnuástandinu á Suðurlandi frá Ragnheiði Hergeirsdóttur, skrifstofustjóra Vinnumálastofnunar á Suðurlandi.


 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com