Skip to main content
Aldan

Er hægt að eldast í ferðaþjónustu ?

By October 3, 2017No Comments

Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnu á Hótel Borgarnesi þann 6. október kl. 13-16. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Vinnuverndarvikuna 2017 og ber yfirskriftina „VINNUVERND ALLA ÆVI – Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?“ Á ráðstefnunni verður sjónum beint að mikilvægi vinnuverndar í ferðaþjónustu og áhrifum vinnuumhverfisins á starfsmenn.

Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnu á Hótel Borgarnesi þann 6. október kl. 13-16. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Vinnuverndarvikuna 2017 og ber yfirskriftina „VINNUVERND ALLA ÆVI – Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?“ Á ráðstefnunni verður sjónum beint að mikilvægi vinnuverndar í ferðaþjónustu og áhrifum vinnuumhverfisins á starfsmenn. Fjölbreyttur hópur fyrirlesara mun taka þátt í ráðstefnunni og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á viðburðinn á heimasíðu stofnunarinnar, www.vinnueftirlitid.is.
Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds en skráning er skilyrði.

Dagskrá:

13:00 – Setning
             Margrét S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Vinnueftirlitsins

13:10 – Sjálfbærni í ferðaþjónustu – hvar kemur vinnuvernd inn?
             Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

13:30 – Áhættumat í ferðaiðnaði
             Friðjón Axfjörð, sérfræðingur á Samgöngustofu

13:50 – Dagur í lífi leiðsögumanns  – í ljósi vinnuverndar
             Jakob Jónsson, leiðsögumaður hjá Félagi leiðsögumanna

14.10 – Áskoranir eldra fólks á vinnumarkaði
             Óskar Marinó Sigurðsson, mannauðsráðgjafi

14:30 – Hlé

14:50 – OiRA- rafrænt verkfæri til að gera áhættumat á veitingastöðum
             Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri Vinnueftirlit ríkisins

15:10 –  Vakinn – hvernig er tekið á vinnuverndarþáttum?
              Ólöf Ýr Atladóttir, ferðamálastjóri

15:30 –  Er til gæðaumhverfi fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu?
              Þórir Erlingsson, kennari við Háskólann á Hólum

15:50-   Samantekt  og ráðstefnu slitið
              Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins stýrir.

Ráðstefnustjóri er Þórunn Sveinsdóttir frá Vinnueftirlitinu.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com