Skip to main content

Það hefur varla farið fram hjá neinum að fjölgun útlendinga á íslenskum vinnumarkaði hefur verið mikil undanfarin misseri og er ekki fyrirséð hver sú fjölgun mun endanlega verða. Þessi mikla fjölgun hefur því miður haft í för með sér stöðugt vaxandi vanda vegna undirboða á vinnumarkaði og tíð brot á kjarasamningum.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að fjölgun útlendinga á íslenskum vinnumarkaði hefur verið mikil
undanfarin misseri og er ekki fyrirséð hver sú fjölgun mun endanlega verða. Þessi mikla fjölgun hefur því miður haft í för með sér stöðugt vaxandi vanda vegna undirboða á vinnumarkaði og tíð brot á kjarasamningum.
Upp hafa komið fjölmörg dæmi um erlent starfsfólk sem starfar hjá erlendum „þjónustuveitendum með tímabundna starfsemi“  hér á landi sem fær laun og önnur starfskjör sem eru langt undir því sem íslenskir kjarasamningar kveða á um. Einnig er starfsemi starfamannaleiga vaxandi og þá eru einnig dæmi um gerviverktöku. Við þessari þróun er mikilvægt að sporna, m.a. með aukinni fræðslu og upplýsingagjöf, sem og stórbættu eftirliti á vinnustöðum.

Um þessar mundir leggja bæði Starfsgreinasambandið (SGS) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) ríka áherslu á aukna upplýsingagjöf til útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Nýverið hleypti ASÍ af stokkunum samstarfsverkefninu „Einn réttur – ekkert svindl!“, en því er beint er gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi, með sérstakri áherslu á útlendinga og ungt fólk. Nánari upplýsingar um samstarfsverkefni ASÍ má m.a. nálgast hér.

Nú í febrúar mun SGS setja málefni erlends starfsfólk í brennidepil með sérstöku kynningarátaki. Átakið felst m.a. í því að kynna helstu réttindi og skyldur fyrir erlendu starfsfólki með dreifingu á kynningarefni í gegnum facebooksíðu SGS og verður efnið á íslensku, ensku og pólsku. Frekari upplýsingar um kynningarátak SGS má nálgast hér.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com