Skip to main content

Við hvetjum félagsmenn til að skoða nýja heimasíðu AN kortsins og vera duglegir að nýta sér þá afslætti sem í boði eru. Nú er hægt að skrá sig á póstlista og taka þátt í skemmtilegum leik þar sem flottir vinningar eru í boði.

Við hvetjum félagsmenn til að skoða nýja heimasíðu AN kortsins og vera duglegir að nýta sér þá afslætti sem í boði eru.
Á heimasíðunni eru upplýsingar um alla samstarfsaðila kortsins og sértilboð auglýst sérstaklega. Nú er hægt að skrá sig á póstlista og fá þannig send tilboð og upplýsingar um nýja samstarfsaðila. 
Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið kortið geta nálgast það á skrifstofu stéttarfélaganna.


Dettur þú í lukkupottinn ?
Allir sem skrá sig á póstlista kortsins í október og nóvember fara í pott sem dregið verður úr í byrjun desember.
Vinningar eru ekki af verri endanum:
3 bensínáfyllingar, hver að verðmæti kr. 15.000, og 
4  helgarleigur í orlofshúsi á Illugastöðum að vetri til.

Nýr samstarfsaðili
BK Kjúklingur í Reykjavík hefur nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem veita handhöfum Afsláttarkorts AN afslátt. Nú geta félagsmenn sem eiga leið til Reykjavíkur kíkt á veitingastaðinn BK Kjúkling á Grensásvegi og nýtt sér 15% afslátt til AN félaga.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com